Færsluflokkur: Bloggar

Ómarktæk Matsfyrirtæki

Það verður að skoða það sem kemur frá þessum matsfyrirtækjum í ljósi þess hvaða hagsmunum þau eru að þjóna. Þau eru fyrst og fremmst fjármögnuð af alþjóðlegum bönkum og þjóna þeirra hagsmunum.

Að halda því framm að lánshæfismat Íslands muni lagast ef samið verður núna um Icesave, er einungis til þess að reyna að sannfæra íslenskan almenning og ríkisstjórn um að við verðum að semja.

Matsfyrirtækin sögðu nákvæmlega sama þegar ríkisstjórnin ætlaði að þröngva fyrri samningum upp á okkur. Ef við hefðum samið þá værum við í miklu verri stöðu en við erum núna, skuldirnar miklu hærri vegna vondra samninga og við í verri aðstöðu til að greiða aðrar skuldir.

Núna sjá þessi Matsfyrirtæki og húsbændur þeirra að við munum líklega ekki samþykkja nýjan Icesave samning og þá fer áróðursvélin í gang.

Fólkið í landinu og ríkisstjórnin þarf bara að gera sér grein fyrir því að við þurfum ekki á erlendu lánsfé að halda. Þeir sem eru þegar búnir að lána okkur verða einfaldlega að framlengja lánin og þeir munu gera það með glöðu geði. Þeir eiga engan annan kost, hvað ættu þeir svo sem að gera við peningana, Lána Grikkjum, ég bara spyr?


mbl.is Skuldatryggingarálag og lánshæfismat stangast á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nóg að gera

Það er svolítið skondið að með þessari frétt er mynd af slippnum í Skipavík í Stykkishólmi.

Og að ekki var talað við forráðamenn Skipavíkur í fréttinni.

Enda er það svo að aldrei hefur verið eins mikið að gera í slippnum hjá Skipavík eins og undanfarin tvö ár, og er enn.

Sigurjón Jónsson
stjórnarformaður Skipavíkur


mbl.is Stefnuleysi bitnar á slippum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rugludallar

Að láta sér detta í hug að velja fólk á stjórnlagaþing að handahófi segir allt um gáfnafar íslenskra stjórnmálamanna.

Og að velta sér upp úr kostnaðinum segir jafn mikið.

Það á einfaldlega að velja nokkra menn, sem hafa vit á stjórnmálum. Banna aðkomu stjórnmálamanna að þinginu, og byrja svo að vinna.

Það fyrsta sem á að gera er að láta þýða Stjórnarskrá Bandaríkjanna á íslensku og gera svo eins litlar breytingar á henni eins og mögulegt er til að aðlaga hana að íslenskum aðstæðum.

Síðan á að bera afurðina undir þjóðaratkvæði.


mbl.is Viðbúið að hundruð frambjóðenda stígi fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

lán til að borga lán

Það ætti að vera öllum Íslendingum ljóst að tilgangur allra nema Færeyinga og kanski Pólverja, með lánsloforðum.

Er að tryggja það að við borgum önnur lán með lánunum sem þeir ætla að lána okkur.

Þetta gengur allt út á að styðja við bankakerfið í heiminum.

Kerfið sem skapaði kreppuna.

Nú er nóg.

Vakna þú þjóð mín


mbl.is Sænsk lán háð Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjáni

Þórun er óttalegur kjáni eins og margir aðrir stjórnmálamenn.

Vissulega lá það fyrir að þjóðin myndi fella lögin, og allir þingmenn vissu það.

Þess vegna átti ríkisstjórnin að nota tækifærið og beina athygli viðsemjenda okkar að því að útkoman sýndi hug þjóðarinnar og samstöðu.

Stjórnin framdi pólitískt sjálfsmorð með því að taka afstöðu á móti þjóðinni.

Ef maður er stjórnmálamaður  þá er getur maður ekki sagt að maður greiði ekki atkvæði.

Og síst í mikilvægum málum.


mbl.is Staðan breytt frá því í janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Okur

Ég var í Tyrklandi og sótti póstinn minn í 3G eitt skjal 10Mb og svo smá tölvupóstar.

Reikningurinn 360.000.-

Þetta eru samantekin ráð hjá símafélögum um allan heim, þeir bjóða okkur að nota 3G hér heima gegn mjög sanngjörnu verði pr Mb þegar til útlanda kemur þá 1000 faldast gjaldið.

þetta hefur ekkert með kostnað að gera , bara einfalt okur og ólöglegt samráð.


mbl.is Þak á vafur í farsímum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grín

Hvað á þetta loftrýmiseftirlit að fyrirstilla?

Hér koma erlendar herþotur með nokkura mánaða millibili og eru hér í stuttan tíma, Hvað með tíman þar á milli.

Er verið að gera grín að okkur.


mbl.is Stríðsfálkar lenda á Keflavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

við þurfum kanski að borga tvisvar

Ef ríkisstjórnin fær ekki úr því skorið með dómi hvort íslenskir skattborgarar eigi að borga Icesave, en semur svo við breta og hollendinga um að borga eftir að búið er að skipta hluta af búunum milli okkar og breta og hollendinga..

Þá getur komið upp sú staða að aðrir kröfuhafar telji að á sér sé brotið og fari í mál við ríkið og kerfjist þess að fá bætur sem nemur því sem ríkið hefur oftekið úr þrotabúunum.

Þá verðum við að  borga Icesave tvisvar.

það verður gaman fyrir Steingrím að útskýra það fyrir okkur.

 


mbl.is Dómstólaleiðin varhugaverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dyr munu lokast

Steingrímur sagði að dyr sem hefðu verið að opnast myndu lokast ef við samþykkjum ekki Icesave.

Hvaða dyr skyldu það vera?

, dyrnar inn í ESB?

Þær mega sko vera lokaðar mín vegna.


mbl.is Icesave mun ekki hverfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

að spá ekki í spilin

Ósköp er þetta mikil einföldn hjá manninum.

Skuldsett yfirtaka er ekkert slæm í sjálfu sér. Fólk kaupir sér t.d. húsnæði og skuldar 80 til 90% í því við kaupsamning og e.t.v yfir 100% nokkrum dögum seinna , ef ríkið hækkar skattana og þar með vísitöluna.

En það er ekki þar með sagt að kaupin hafi verið röng eða of skuldsett.

Það að skulda meira en maður getur staðið undir er aftur á móti alvarlegt mál.

Sem sagt það er mikil einföldun og ber vott um lítinn skilning á viðskiptum að segja að skuldsett yfirtaka sé slæm.


mbl.is Hundruð milljarða með skuldsettri yfirtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurjón Jónsson

Höfundur

Sigurjón Jónsson
Sigurjón Jónsson

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband