Færsluflokkur: Bloggar

hvað er meðalganga?

Samkvæmt orðabók HÍ er meðalganga það að einhver tekur að sér að sjá um að samkomulag eða eitthvað annað náist milli aðila með meðalgöngu þriðja aðila.
sjá hér. http://lexis.hi.is/cgi-bin/ritmal/leitord.cgi?adg=daemi&n=325621&s=388159&l=me%F0alganga

Nú er sífellt talað um þessa meðalgöngu ESB í þessu máli, ber að skilja það svo að íslensk stjórnvöld hafi samþykkt að ESB verði einhvers konar sáttasemjari eða meðalgöngu aðili í þessu máli?

Össur og fleiri hafa talað um að ESB hafi gerst einhvers konar aðili að málinu og að það sé gott fyrir okkur. En meðalgöngu maður getur ekki verið aðili máls.

Það þarf eitthvað að hressa upp á íslensku kunnáttu og líklega líka ensku kunnáttu stjórnmálamanna.


mbl.is Meðalganga ESB staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raunávöxtun í krónum eða hverju?

Það er ekki hægt að sjá á þessari frétt hvort ávöxtunin miðast við íslenskar krónur eða eitthvað annað.

Ef hún miðast við íslenskar krónur , þá er ávöxtun íslensku lífeyrissjóðanna líklega lang verst , vegna þess að erlendar eignir þeirra tvöfölduðust í verði við fall krónunnar. Sem þýðir að ef krónan styrkist aftur þá mun ávöxtunin versna aftur vegna þess að erlendar eignir lækka þá í krónum talið.


mbl.is Íslenskir lífeyrissjóðir með verstu ávöxtun innan OECD
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Akkurat , ég sé þetta núna en bara aðeins of seint.

Það er dálítið aulalegt að segja að skýrslan komi manni ekki á óvart, þegar maður er búinn að henda 500 miljörðum út um gluggann.

En það sem er ennþá verra er að Lífeyrissjóðirnir eru enn að henda peningum út um gluggann. Þeir fjárfesta í ríkisskuldabréfum og alls konar pappírum sem verða einkis virði innan mjög skamms tíma.

Menn ættu að vera farnir að átta sig á því að peningar og skuldabréf eru ekki fjárfesting heldur skuldaviðurkenningar sem geta fallið í verði mjög hratt, og jafnvel þurkast út á augabragði.

Eina leiðin fyrir lífeyrissjóði og reyndar alla aðra, til að ávaxta fé til langs tíma er að leggja það í góðan atvinnurekstur eða að kaupa eitthvað sem ekki getur fallið í verði til langs tíma litið.

Þess vegna ættu íslenskir lífeyrissjóðir að leggja allt sitt fé í góð íslensk fyrirtæki sem börnin okkar og barnabörn munu reka um ókomin ár til að sjá fyrir okkur í ellinni.

Að leggja fé sitt í fyrirtæki erlendis og skuldabréf ríkisins er eins og að henda peningunum út um gluggann.

Hvaða bóndi mundi taka hluta af sínum tekjum og láta bóndann á næsta bæ hafa þær og segja við hann um leið, " þú sérð svo til þess að börnin mín fái vinnu svo þau geti séð fyrir mér í ellinni" Ætli hinn bóndinn mundi ekki bara nota peningana til að sjá fyrir sínum börnum.

Allir tala um að norðmenn séu svo skynsamir og spari til að eiga fyrir mögru árunum. En hvað gera þeir, þeir dæla upp olíu eins og brjálaðir menn og græða svo mikið að þeir vita ekki hvað þeir eiga að gera við peningana. Spreða þeim svo út um allar koppagrundir og vona að þeir geti notað þá eftir 50 ár til að lifa af.

En þannig mun það ekki verða , eftir 50 ár munu norðmenn segja "af hverju geymdum við ekki peningana í olíunni í jörðu , og dældum henni upp núna"


mbl.is „Skýrslan kemur ekki á óvart“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórkostlegt nú græða allir

Við ættum líka að rukka losunargjald af öllum flugvélum sem fljúga um Íslenska loftferða eftirlitssvæðið. Það er allt flug milli Evrópu og Ameríku.

Svo ætti Íslenskir bændur að rukka ef flogið er yfir þeirra land. Steingrímur J. rukkar ef flogið verður yfir hans ráðuneyti.

Allir rukka og rukka , þessi andskotans flugfélög eru að skemma góða landið okkar. Látum þau borga skaðann.

Hvað við gerum svo við peninginn kemur þeim ekki við.
ESB ætlar hvort eð er ekki að nota sinn pening til að minnka mengun, þeir ætla bara að dansa losunargjalds valsinn og skála í kampavíni fyrir peninginn.

Þetta er sko alvöru náttúruvernd.
Save the Planet.


mbl.is Kínverjar vilja ekki borga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjánar

Ríkisstjórni segir í þessari samþykkt að erlend fjárfesting hafi verið lítil undanfarin ár hér. Hvað með Fjarðarál? Það þætti ansi stór erlend fjárfesting í USA ef Kínverjar kæmu þar og fjárfestu fyrir hlutfallslega sömu upphæð þar og vildu svo fá orku á spottprís til að fjárfestingin stæði undir sér.

Ef eitthvað er þá er erlend fjárfesting of mikil hér.

Í öðru lagi þá er það algjörlega rangt að fjárfesting sé lykilatriði fyrir efnahagsþróun hér á landi. Það er lykilatriði fyrir íslendinga að skapa sem mest verðmæti með sem minnstri fjárfestingu.

Að taka erlend lán til að fjárfesta og að fá erlenda fjárfesta til að koma með sitt fé inn í landið, er sami hluturinn. Afraksturinn fer beint út úr landinu aftur. Annað hvort í formi vaxta, eða arðgreiðslna og hækkana í hafi.


mbl.is Erlendar fjárfestingar mikilvægar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

af hverju að mæla væntingar

Hvers vegna mælir Seðlabankinn ekki raunverulegar breytinga á verðbólgu og tekur sínar vaxtaákvarðanir eftir því.

Það hlýtur að vera ábyrgari hagstjórn að taka ákvarðanir út frá raunveruleikanum heldur en að vera að elta væntingar fjárhættuspilara á skuldabréfamarkaði.


mbl.is Seðlabankinn styðst við ófullkomna mælikvarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt í dag og annað á morgun

Það er alveg ótrúlegt að skoða rökin fyrir vaxtaákvörðunum Seðlabankanns.

Fyrir hrun þurfti að halda uppi háum vöxtum til að sporna á móti verðbólgu. Mikið af þeirri verðbólgu var til komin vegna hækkana á vörum erlendis eins og olíu, stáls , hveiti og annara hrávara.

Hvernig datt Seðlabankamönnum í hug að vaxtaákvarðanir þeirra hefðu áhrif á olíuverð úti í heimi.

Eftir hrun fór verðbólgan niður fyrir 0% en þá var hætt að horfa á þetta, en farið að horfa á verðbólgu síðustu 12 mánaða, hún var vissulega há og þess vegna varð að halda vöxtum háum.

Nú svo þegar verðbólgan var búin að vera við 0ið í meira en ár þá var ekki hægt að notast við verðbólgu aftur í tímann lendur heldur farið að hugsa um væntanlega verðbólgu fram í tímann.

Það skiptir semsagt engu máli hvort að verðbólgan er mikil eða lítil, Seðlabankinn finnur alltaf einhver rök fyrir því að halda uppi okurvöxtum á Íslandi.

Og þess vegna fyrst og fremst er verðbólgan svona há.
Seðlabankinn er aðal verðbólguvaldurinn.


mbl.is „Hvernig datt ykkur þetta í hug?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

13 til 15 ma út í buskann

Þessir 13 til 15 ma verða teknir beint af útflutningstekjum þjóðarinnar.

Það sem við eigum að fá til baka eru styrkir frá Evrópusambandinu, sem við þurfum að sækja um til ýmissa verkefna.

Nú vill svo til að undirritaður hefur fylgst nokkuð vel með þessum styrkja málum og hvernig þau virka, og ekki er laust við að ég hafi gerst sekur um að sækja um svona styrki.

Þetta er einfaldlega þannig að það hefur orðið til hópur af stofnunum og fólki hér á landi sem hugsar ekki um neitt annað en að sækja styrki til Evrópusambandsins, og til þess að fá styrk þarf að leggja jafn mikið á móti.
Sem sagt fyrst þurfum við að leggja sambandinu til 15 ma og svo þurfum við að leggja fram aðra 15 ma til að fá framlagið til baka.

Og megnið af þessum 30ma er eytt í tóma vitleysu.
Verkefnin eru Öll miðuð við þarfir ESB og við fáum að hanga með ef við komum með meiri pening.

Væri ekki nær að gleyma þessu ESB og stjórna því sjálf hvernig við eyðum þessum 30 milljörðum.


mbl.is Beint framlag til ESB 13-15 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lánshæfismat hvað?

Matfyrirtækin segjast munu hækka lánshæfismat Íslands ef samningurinn verður samþykktur.

Þetta sýnir í raun fyrir hvern matsfyrirtækin eru að vinna. Þau eru að vinna fyrir erlenda banka og eigendur þeirra.

Það sér hver maður að ef við samþykkjum Icesave þá aukast skuldir þjóðarinnar og þar með minnkar geta okkar til að takast á við nýjar skuldir. Þess vegna ætti lánshæfismatið að lækka en ekki hækka ef við samþykkjum Icesave.

Það er því augljóst að matsfyrirtækin og greiningardeildirnar eru að reyna að blekkja okkur til að samþykkja Icesave. Með því erum við að viðurkenna skuldina og getum ekki komist undan að greiða hana með peningum eða því sem þeir vilja helst Auðlindum okkar.

burt með þetta Icesave mál.


mbl.is Segir samþykkt Icesave muni marka tímamót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað kostar að framleiða metan

'eg er búinn að spyrja þessarar spurningar marg oft.
Hvað kostar að framleiða metan.
Svar Óskast
Er það ódýrara en olía?
Ef svo er þá skulum við nota metan , ef ekki þá skulum við hætta þessu.
mbl.is Vilja auka metanframleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurjón Jónsson

Höfundur

Sigurjón Jónsson
Sigurjón Jónsson

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband