Færsluflokkur: Bloggar
27.11.2009 | 16:17
Það ætti að skoða fleiri
Í Stykkishólmi er rekin skipasmíðastöðin Skipavík, og hún nýtur engra styrkja eða hagstæðra leigukjara .
Skipavík þurfti að kaupa hálf ónýta dráttarbraut af Stykkishólmsbæ, og endurbyggja hana á sinn kostnað, til að geta haldið starfsemi sinni gangand.
Það væri fróðlegt að bera þann rekstur saman við rekstur annara fyrirtækja í svona rekstri allt í kringum landið.
Rannsaka stuðning við Stáltak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2009 | 14:28
stórhættulegt
Þetta kvikindi er stórhættulegt.
í Evrópu er þetta kallað "Tik" og getur valdið lömun, í mörgum löndum er bólusett fyrir sjókdómum sem Tik getur valdið.
Skógarmítill landlægur hér á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.11.2009 | 11:16
Seðalbankastjóri gerir grín
Undanfarið ár hefur verið talað um að það þyrfti að hafa háa stýrivexti til að styrkja gengi krónunnar. Núna segir seðlabankastjóri að gengi krónunnar sé of hátt.
Ég held að Spaugstofan ætti að ráða hann strax til sín, þetta er auðsjánalega mikill húmoristi.
Gengi krónunnar enn of lágt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.11.2009 | 09:34
máttur áróðursins
Já hann er mikill máttur áróðursins, ef fólk vill ekki kaupa blöðin til þess að lesa skoðanir leiðtoganna, þá verður bara að gefa því blöðin.
Einhvern vegin verður blessaður maðurinn að ná til fólksins.
Ungt franskt fólk fær ókeypis áskrift að dagblaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2009 | 16:25
ávísanir
Gylfi gleymdi því að peningar eru líka aðeins ávísanir á verðmæti.
Í eðli sínu er enginn munur á skuldabréfum og peningum, þetta er bara spurning um traust.
Ef t.d. mér stendur til boða að eignast íslenskar krónur sem Gylfi og co, sjá um að haldi verðgildi sínu, eða að fá skuldabréf frá góðum bónda í Skagafirði, sem jafngilti hluta í jörðinni hanns.
Þá er auðvelt að velja á milli.
Ég treysit bóndanum miklu betur til að halda verðgildi jarðar sinnar og þar með verðmæti skuldabréfsins, heldur en Gylfa og Seðlabankanum til að halda verðgilgi krónunnar.
Hrunið í eðli sínu tjón á pappír | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2009 | 11:09
Neyðarlögin
Ég kem ekki auga á það hvernig Hollendingar og Bretar geta sett sig upp á móti því að íslenska ríkið bæti þegnum sínum það sem þeir töpuðu við banka hrunið.
Bretar og Hollendingar ættu að gera það sama fyrir sína þegna.
Þetta er bara leikur að tölum og hvernig fara skuli með eignir gömlu bankanna.
Málið er tiltölulega einfalt ef menn bara vilja.
Innistæðutryggingasjóður greiðir það sem hann á til, eignir gömlu bankanna fara svo upp í forgangskröfur (innistæður)upp að lögbundnu lágmarki.
Þá taka nýju bankarnir við og íslenska ríkið leggur þeim einfaldlega til það sem er umfram lágmarks innistæðutryggingu.
Þetta hefur ekkert með gömlu bankana að gera.
Mér sýnist Jóhanna nota mótbárur BogH sem aðgöngumiða inn í ESB
svei
Ekki sanngirni að við borgum, en... | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2009 | 09:18
vegin meðalverðsbreyting
Gæti ég fengið skýringu á þessu á mannamáli.
Ef þetta þýðir að kostnaður á hvern nemanda hafi hækkað um 7,9% umfram verðlag þá er það afleit frammistaða skólakerfisins.
1,24 milljóna kostnaður við hvern grunnskólanemanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.9.2009 | 11:43
Hlýnun Jarðar Hvers vegna?
Smám saman er að koma í ljós hvers vegna hlýnun Jarðar er svona mikil, og hvers vegna svona miklum peningum er varið til að auglýsa hlýnun Jarðar.
Það er til þess að stjórnmálamenn geti lagt á okkur meiri skatta. Sem hafa svo þær óþægilegu afleiðingar að þensla eykst í heiminum sem kyndir undir annað fjármálahrun.
Í hvert skipti sem einhver býr til eitthvað úr engu eins og Sarkozy er að gera núna blæs hann í blöðru næsta fjármálahruns.
Þetta er nákvæmlega það sama og fjármálamennirnir gerðu, þeir fundu upp als konar "fjármála afurðir" sem þeir seldu fólki fyrir peninga sem það átti ekki. Þeir sjálfir fengu sína bónusa fyrir, en kaupandinn fékk bara skuld og verðlausa vöru.
Kolefnisskatturinn er nákvæmlega sama bólan.
Selja mönnum eitthvað og láta þá fá ekkert í staðinn.
Sarkozy boðar kolefnisskatt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2009 | 12:24
Reiknikúnstir eru verulegt áhyggjuefni
Samkvæmt þessari frétt er verðbólga síðustu mánði 10,9%.
Í fyrsta lagi er þetta ekki rétt.
Í öðru lagi er verið að slá ryki í augu þjóðarinnar.
1. Verðbólgan er mæld með því að mæla breytingar á verðlagi. þ.e. ef utanlandsferð hækkar um 50% þá hækkar vísitalan í hlutfalli við hve stór hluti utanlandsferðin er af vísitölu grunninum. Þetta er svo notað til að hækka hfuðstól lánanna okkar.
En það er vitlaust gefið.
Heildar upphæðin sem íslendingar eyða til að kaupa þær vörur sem eru í vísitölu grunninum hefur ekki hækkað neitt undanfarið ár, af því að heildar laun hafa ekki hækkað. Þvert á móti hafa þau lækkað og auk þess er fjöldi fólks atvinnulaus.
Þess vegna hefur heildar upphæðin sem þjóðin notar til að kaupa þessar vörur lækkað en ekki hækkað, og verðbólgan er miklu lægri, eða jafnvel neikvæð.
En heildar skulda pakki þessa fólks hefur verið hækkaður um 10,9% síðustu 12 mánuði. Með þeim rökum að verðbólgan sé svo mikil.
Þetta kallast á manna máli þjófnaður.
2. Ríkisstjórn og Seðlabanki nota þessa 10,9% verðbólgumælingu til að segja okkur að vextir eigi að vera háir til að sporna við þenslu.
En þetta er mæld hækkun síðustu 12 mánuði.
Ef við á hinn bógin tökum hækkunina 0,52% milli mánaða og framreiknum hana næstu 12 mánuði þá kemur allt annað út. Nefnilega 6,4% verðbólga.
Sem sagt dellan er tvöföld
Mælingin er vitlaus.
Og hækkanir frá því í október í fyrra eru notaðar til að réttlæta vexti sem við eigum að borga á næstu mánuðum.
Þetta er ekki bara þjófnaður heldur líka lygar.
Hér áður fyrr þótti fátt verra en að vera þjófur nema ef vera skyldi að vera lygari.
Allir venjulegir menn sjá að það er ekki verðbólga á Íslandi.
Það þarf hagfræðing til að sjá það ekki.
Verulegt áhyggjuefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.8.2009 | 21:02
Aumingja hagfræðingarnir
Nú telur Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn að lausnin við kreppunni sé að hækka skatta.
Blessaðir mennirnir virðast ekki hafa lært neitt, eða þá að tilgangur þeirra er ekki að lönd nái sér upp úr kreppu heldur að ríki dæli meiri peningum í fjármálafyrirtæki og auðhringa.
Lausnin er ekki að hækka skatta. hvað á að gera við þessa skatta? mér er spurn.
Heimurinn í heild sinni er búinn að gefa út innistæðulausan tékka til fjármálastofnanna sem komandi kynslóðir eru ekki tilbúnar til að borga.
Og við eigum ekki að borga.
Sá tími er liðinn að ríki og bankar gátu fjötrað heilu þjóðirnar í eilífa þrælkun.
Hingað og ekki lengra.
Burt með þessa þorpara.
IMF er varðhundur Goldman Sachs og fleiri ræningja.
Ekki meir
Ekki auðvelt að snúa skútunni" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurjón Jónsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar