Lög hér og lög þar

Þetta vekur upp tvær spurningar.

1. Við tókum upp lög og reglur ESB um fjármálastarfsemi við inngönguna í EES en samt virðist margt vera löglegt hér sem ekki er löglegt í ESB. Samkvæmt EES samningnum megum við setja strangari lög og reglur en ekki  lög sem gefa meira svigrúm.

Sem sagt lögjafarvaldið hefur ekki staðið sig, eða unnið vísvitandi fyrir sína einkavini. 

2. Skv ísl. hlutafjárlögum má fjármálafyrirtæki lána hluthöfum sínum en almennt hlutafélag ekki. Þetta getur ekki staðist jafnræðiseglu, og skora ég á alla sem standa í rekstri að láta reyna á þetta fyrir dómstólum. 

Að setja svona undanþágu í lög á þeim forsendum að hægt sé að treysta fjármálafyrirtæki betur en öðru fyrirtæki er út í hött, eins og reynslan sýnir. Auk þess starfa fjármálafyrirtæki með innlánsábyrgð frá ríkinu og því ætti frekar að setja þeim meiri hömlur en öðrum fyrirtækjum.


mbl.is Lánin mögulega lögbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Jónsson

Höfundur

Sigurjón Jónsson
Sigurjón Jónsson

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband