22.1.2009 | 13:15
Vitlaust viðmið
Það er grundvallar galli á verðbólgumælingu og notkun hennar hér á landi. En það er auðvelt að laga þetta og kostar ekki lagabreytingar.
Verðbólgan er mæld eftir neyslukörfu sem er mismunandi eftir því hvaða vísitölu á á mæla. Niðuestaðan er svo notuð til að ákveða vexti og verðbætur á lánin okkar. Seðlabankinn og allir stjórnmálamenn trúa því að hækkun vaxta dragi úr verðbólgu, en þetta er misskilningur. Þessi kenning á við í stórum hagkerfum þar sem menn nota einn gjaldmiðil. Við notum krónu, marga erlenda gjaldmiðla og svo vísitölubindingu. Vaxtahækkun krónu hefur aðeins áhrif á neyslu okkar og lán í krónum. Þar sem krónan er í raun mjög lítill hluti af hagkerfi okkar þá hafa vaxtahækkanir þau einu áhrif að draga meira fé til bankanna en óveruleg áhrif á verðlag.
Munum að vísitalan er mælikvarði á verðlag en ekki eftirspurn eða neyslu.
Ef menn vilja endilega halda í vísitölubindingu þá er einfalt að miða við launavísitölu að frádregnum hagvexti, og fæst þá verðtrygging sem er í takt við greiðslugetu fólks en ekki í takt við duttlunga markaðarinns.
![]() |
Spá aukinni verðbólgu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurjón Jónsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.