Færsluflokkur: Bloggar
29.9.2018 | 19:32
20% framlegð
Hvað eru menn að kvarta. 20% framlegð er ansi gott í flestum atvinnugreinum að maður tali nú ekki um stabila grein eins og sjávarútveg.
Heildartekjur lækka um 24 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.5.2018 | 19:56
Treystu bankanu
það er með ólikindum að það kosti tvo milljarða að hafa eftirlit með bönkunum sem við treystum fyrir laununum okkar og auk þess þarf að sekta þá á hverju ári fyrir misferli. Er nokkur önnur atvinnugrein sem er svo ótrúverðug að það þurfi sérstakt eftirlit með því að menn hagi sér heiðarlega. Og þetta eru stofnarinar sem við treystum fyrir peningunum okkar.
Fjármálafyrirtæki sektuð um 170 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2018 | 00:38
Skjaldbreiður
Fjallið heitir Skjaldbreiður og er kvenkyns nafn.
Glímt við sjálfan Skjaldbreið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2016 | 07:33
Fáfræði tollstjóra
Samkvæmt reglum Evrópusambandsins mega bátar vera 18 mánuði af 24 í landi án þess að borga vsk af þeim. Hægt er að lengja þetta timabil með þvi að skrá þá í tollvörugeymslu. Nú erum við ekki í EES en þó væri eðlilegt að nota sömu reglur og það. Norðmenn reyndu að vera með strangari reglur en EES og afleiðingi var sú að erlendar skútusiglingar lögðust af í Noregi.
Greiða af innlyksa skútum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.5.2016 | 12:16
Orðarugl og annað rugl
Nafneftirspurn, framleiðsluspenna, Slaki, hvers konar bull er þetta. Menn sem geta ekki komið skoðunum sínum frá sér á skiljanlegu mannamáli geta ekki hugsað skýrt sjálfir.
Launakostnaður hærri en í öðrum iðnríkjum, hvar hafa þessir menn verið, lesa þeir ekkert nema það sem þeir skrifa sjálfir.
Við íslendingar búum við mjög stöðugt hagkerfi. Okkar helsta atvinnugrein fiskvinnslan er einhver stöðugasta atvinnugrein í heimi. Ál vinnslan byggir fyrst og fremst á sölu raforku sem er stöðug að miklu leiti og launagreiðslum sem eru stöðugar. Túrisminn er umfangsmikill en ekki mjög tekjuskapandi.
Það sem veldur óstöðugleika á Íslandi er fyrst og fremst vaxtaokur Seðlabankans og viðskiptabankanna, ásamt óraunsæjum kröfum lífeyrissjóða og fjárfesta um arðsemi.
Þessir tappar í Seðlabankanum hafa eflaust lært mikið í hagfræði en þeir virðast ekki hafa mikla hæfileika til að meta aðstæður í þjóðfélaginu.
Vextir af 30m kr húsnæðisláni eru t.d. 200.000 kr hærri á mánuði hér á landi en í Noregi. Ef vextir væru sambærilegir hér og í Noregi þá mundi ríkisjóður fá 90.000 af þessu í skatta og einstaklingar 110.000. Eins og staðan er í dag þá fá bankarnir þetta allt og dæla því svo út úr landinu.
Það er kominn tími til að dæla mannskapnum út úr Seðlabankanum, og bönkunum.
Hvers vegna eru vextir hærri hér? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2015 | 14:01
vel valið viðmiðunar tímabil
1960 til 1990 var kuldatímabil.
Núna er El Nino sem veldur hærri hita.
Af hverju miðuðu þeir ekki við 1930 til 1960 sem var miklu hlýrra en 1960 til 1990
Heitasta ár frá því að mælingar hófust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2015 | 20:59
Bruðl og sýndarmennska
Hvernig dettur gæslunni í hug að eyða peningum í það að fara um borð í bát úti á sjó og meira að segja úr þyrlu. Þegar hægt er að ná nákvæmlega sama árangir einfaldlega með því að senda einn mann niður á bryggju þegar báturinn kemur í land.
Þetta er bara leikaraskapur og Landhelgisgæslan setur verulega niður með svona bjánaskap.
Manni dettur í hug að framlög til gæslunnar séu allt of há ef hún þarf að leita svona leiða til að klára fjárveitingarnar fyrir áramótin.
Stoppuðu hvalveiðibát með farþega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.10.2014 | 09:37
Smá misskilningur
Þó svo að fólk kaupi beint erlendis frá í gegnum einhverja netsíðu, er ekki verið að flytja verslun úr landinu. Það eina sem verið er að gera er að sleppa úr milliliðum á Íslandi. Þetta getur stundum verið mjög hagkvæmt fyrir neytandann, en auðvitað missir verslunareigandinn í Kringlunni spón úr aski sínum.
Ef fólk vill ræða þetta þá verður að gera það á réttum forsendum. Viljum við auðvelda fólki að kaupa beint á netinu eða viljum við gera fólki það erfiðara.
Það er spurninginn.
Netverslun færir tekjur úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.3.2013 | 10:28
Skrum og skrök
Verst að þessi grein kemur ekki öll fram á mbl.is en ég las hana í morgun í blaðinu.
Kjarni greinarinnar er sá að lántakendur eigi að standa við skuldbindingar sínar, en Jón blessaður gerir ekki kröfu til þess að lánveitendur standi við sínar skuldbindingar. Hann gerir sér ekki grein fyrir því að ef lánveitandinn sem var "gömlu bankarnir" hækkar snögglega höfuðstól lána með því að fella krónuna með ásetningi, þá er þessi sami lánveitandi ekki að standa við sinn hluta samningsins.
Maður sem hefur verið dómari við Hæstarétt ætti að gera sér grein fyrir því að þegar tveir semja þá verða báðir að standa við sinn hluta samningsins.
Maður sem tekur lán í verðtryggðum krónum þarf ekki að borga verðtrygginguna ef lánveitandinn hefur áhrif á hana sér til hagsbóta.
Ef að lögin segja að þetta eigi að vera svona þá er það skylda Hæstaréttar að sjá til þess að lögunum sé breytt.
Það er ekki nóg að horfa bara á laganna bókstaf það þarf líka réttlæti.
Annars slítum við í sundur friðinn.
Jón Steinar: Lýðskrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.1.2013 | 10:43
Sviðsmynd
Það er undarlegt með stjórnmálamenn og bankamenn.
Nú tala þeir sífellt um Sviðsmyndir.
Halda þeir að lífið sé leikrit?
Og hægt sé að skipta um sviðsmynd í næsta þætti?
Búið að kortleggja ólíkar sviðsmyndir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Sigurjón Jónsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar