11.12.2009 | 16:21
Dyr munu lokast
Steingrímur sagði að dyr sem hefðu verið að opnast myndu lokast ef við samþykkjum ekki Icesave.
Hvaða dyr skyldu það vera?
, dyrnar inn í ESB?
Þær mega sko vera lokaðar mín vegna.
Icesave mun ekki hverfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurjón Jónsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki hægt að fá einhverja vitlinga til að stjórna landinu í staðinn fyrir þessa kálfa sem kunna ekkert nema að lepja glundur úr fötu?
axel (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 16:32
Hann er að meina traust erlendra aðila á Íslandi.
Ef að Ísland neitar að borga Icesave þá mun það hafa í för með sér algjört efnahagslegt hrun þjóðarinnar, og ég mun ekki verða lengi að flytja burt.
Ég veit ekki af hverju Íslendingar halda að erlendir aðilar muni afksrifa skuldirnar einungis á þeirri forsendu að Íslendingar neiti að borga. Bretland og Holland munu, réttilega, halda áfram að reikna vexti ofan á skuldirnar og Ísland mun ætíð vera álitið þjóð sem ekki er treystandi fyrir erlendu fjármagni.
Ég ætlast ekki til þess að þú eða flestir Íslendingar átti sig á alvarleika alls ofangreinds, og ég átta mig vel á því að flestir Íslendingar telja að allt fari í fínan farveg ef Icesave verður fellt.
Sannleikurinn er einfaldlega sá að staðan sem Ísland er í í dag er hreint og beint frábær miðað við þá stöðu sem við myndum enda í ef við gefum skít í allar okkar erlendu skuldbindingar. Það skiptir nákvæmlega engu máli hvað okkur þykir réttlátt og hvað ekki.
... og bara svona til þess að skjóta á íslenska pólitíkusa almennt.
Ef að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur væru við stjórnvölinn í dag, þá væru þeir að gera sitt besta til þess að keyra Icesave í gegn á meðan Vinstri Grænir og Samfylking væru að nöldra allt hvað þau gætu á móti því.
Allir flokkar hafa alveg nægar upplýsingar undir höndum til þess að átta sig á hvað myndi gerast ef Icesave yrði fellt. Þeir einu sem kjósa gegn því eru þeir sem eru að leika sér með fáfræði almennings í von um aukaatkvæði í næstu kosningum. It's what politicians do.
Þór (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 16:40
Þór, er ekki lágmark að láta reyna á hvort er lagalegur grunnur fyrir því að Ísland eigi að borga þetta áður en landið er sett í almennt gjaldþrot? Amk heimila íslensk lög það ekki, þess vegna er nú verið að reyna að þröngva þessum lögum í gegn.
Ef þingmennirnir vita hvað er í húfi, hvers vegna má almenningur ekki vita það? Hvað varð um "allt upp á borðið"?
Gulli (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 17:06
Þór, mikið er ég sammála þér..einu dyrnar sem munu lokast eru dyr ESB. Bretar og aðrar þjóðir munu aldrei loka. Þeir vilja pening.. Það er eins og Ríkistjórnin geri sér ekki grein fyrir því að Íslendingar lentu líka í þessu, töpuðu sparnaði, aðrir búnir að missa eigur sínar vegna áhrifanna af þessu hruni. Hún er að ætlast til þess að þeir sem töpuðu, og voru rændir af þessum mönnum, greiði hinum sem urðu líka fyrir þessu. Út frá þessu má spyrja sig, hver er siðblindur hér, þjóðin eða Ríkistjórnin.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.12.2009 kl. 19:11
Kæri Sigurjón þessi skrif mín áttu að nefnast þér en ekki Þór.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.12.2009 kl. 19:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.