27.8.2009 | 12:24
Reiknikúnstir eru verulegt áhyggjuefni
Samkvæmt þessari frétt er verðbólga síðustu mánði 10,9%.
Í fyrsta lagi er þetta ekki rétt.
Í öðru lagi er verið að slá ryki í augu þjóðarinnar.
1. Verðbólgan er mæld með því að mæla breytingar á verðlagi. þ.e. ef utanlandsferð hækkar um 50% þá hækkar vísitalan í hlutfalli við hve stór hluti utanlandsferðin er af vísitölu grunninum. Þetta er svo notað til að hækka hfuðstól lánanna okkar.
En það er vitlaust gefið.
Heildar upphæðin sem íslendingar eyða til að kaupa þær vörur sem eru í vísitölu grunninum hefur ekki hækkað neitt undanfarið ár, af því að heildar laun hafa ekki hækkað. Þvert á móti hafa þau lækkað og auk þess er fjöldi fólks atvinnulaus.
Þess vegna hefur heildar upphæðin sem þjóðin notar til að kaupa þessar vörur lækkað en ekki hækkað, og verðbólgan er miklu lægri, eða jafnvel neikvæð.
En heildar skulda pakki þessa fólks hefur verið hækkaður um 10,9% síðustu 12 mánuði. Með þeim rökum að verðbólgan sé svo mikil.
Þetta kallast á manna máli þjófnaður.
2. Ríkisstjórn og Seðlabanki nota þessa 10,9% verðbólgumælingu til að segja okkur að vextir eigi að vera háir til að sporna við þenslu.
En þetta er mæld hækkun síðustu 12 mánuði.
Ef við á hinn bógin tökum hækkunina 0,52% milli mánaða og framreiknum hana næstu 12 mánuði þá kemur allt annað út. Nefnilega 6,4% verðbólga.
Sem sagt dellan er tvöföld
Mælingin er vitlaus.
Og hækkanir frá því í október í fyrra eru notaðar til að réttlæta vexti sem við eigum að borga á næstu mánuðum.
Þetta er ekki bara þjófnaður heldur líka lygar.
Hér áður fyrr þótti fátt verra en að vera þjófur nema ef vera skyldi að vera lygari.
Allir venjulegir menn sjá að það er ekki verðbólga á Íslandi.
Það þarf hagfræðing til að sjá það ekki.
Verulegt áhyggjuefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurjón Jónsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er að mínu mati rétt hugleitt hjá þér. Verðtryggingin á lánum hefur líka sitt að segja. Ef verðbólga lækkar hratt missir bankakerfið jafna og stígandi tekjuaukningu. Hver myndi ekki vilja hafa það á þessum tímum? Endurskoðun á mælingartækinu er pólitísk meira en hagfræðileg. Hagfræði snýst mest um að útskýra afleiðingar pólitskra ákvarðana á þjóðfélagið. Svo við þurfum enn og aftur að snúa málinu upp á stjórnmálamennina.
Gísli Ingvarsson, 27.8.2009 kl. 12:44
Það er merkilegt að þó að okkar kæra móðurmál gefi okkur fullkomlega lysandi heiti yfir hugtökin tekst mönnum eins og þér að misskilja þau. "VERÐbólga" er eins og nafnið beinlínis segir útbólgnun á VERÐI, þetta hefur ekkert með stig neyslu, þ.e.a.s. MAGN, að gera. Vísitala neysluVERÐS er ekki eingögnu mælikvarði á verbólgu heldur er notuð til að reikna þá kaupmáttarskerðingu sem átt hefur sér stað, en þú vilt væntanlega halda því fram að engin kaupmáttarskerðing hafi átt sér stað þar sem almenningur eyðir áfram sömu krónutölunni?
Sveinbjörn (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 12:50
Sveinbjörn.
Fyrirgefðu ef ég hef ekki verið nógu skír í skrifum mínum.
Það sem ég er að benda á er að það hefur orðið kaupmáttar skerðing og að þess vegna ætti að lækka höfuðstól lána en ekki hækka.
Sigurjón Jónsson, 27.8.2009 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.