Að sjá ekki skóginn fyrir trjám

Það er greinilegt að Jóhanna hefur fengið ráð hjá Seðlabankanum og IMF. Þeir eru fyrst og fremst að hugsa um að gæta hagsmuna fjármagns eigenda , enda er það yfirlýst hlutverk IMF. Stærsti vandi heimila og fyrirtækja er erlendu lánin, en ekki vísitölubundnu lánin.

En það er nú einnig þannig að þetta er líka vandi nýju bankanna. Því ef bankarnir kaupa gengis tryggðu lánin af gömlu bönkunum miðað við núverandi gengi og geta svo ekki innheimt lánin þá fara bankarnir á hausinn og ríkissjóður með. Vextir af þessum lánum eru líka miklu lægri en vextir af innlendri fjármögnun bankanna, svo þeir munu ekki geta staðið undir þeim mun.

Þessi lán eru líklega ólögleg eins og bent hefur verið á og ef svo fer að bankarnir tapi málaferlum sem eru í uppsiglingu vegna þessara lána þá fara þeir beint á hausinn aftur.

Þess vegna er það rökvilla hjá Jóhönnu að bankarnir fari á hausinn ef þessi lán verða lækkuð, því málið er þver öfugt, bankarnir fara á hausinn ef þeir lækka ekki þessi lán áður en gert verður upp á milli nýju og gömlu bankanna.


mbl.is Niðurfelling þýðir kollsteypu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hverjir eiga að borga niðufrellinguna?!? Vondu kallarnir sem stálu öllu, eða ég og þú? Við búum alla vega ekki til neina peninga.

Hvað eigum við að halda lengi áfram að röfla um þetta fram og til baka? Af hverju ekki að ganga í hlutina?

Kári (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 18:01

2 Smámynd: ThoR-E

Ef ég tók lán fyrir 3 árum upp á 11 milljónir og eftir að hafa borgað af því í þessi 3 ár stendur það í tæpum 15 milljónum.

Hvernig getur allt farið á hausinn ef lánið er leiðrétt.

Engir peningar hafa farið út ... til að hækka þessa tölu.

Þetta eru falskar upphæðir..

Ég tel það vera rangt að gefa fyrirtækjum 20% afslátt af sínum skuldum í dag. En að leiðrétta húsnæðislánin ... það á að fara í.

Það er ekkert betra fyrir fjármagnseigendurna að viðkomandi fari á hausinn v/ þess að lánin hafa hækkað um milljónir...

Þá er nær að setja lánið aftur á þann stað sem það var á... áður en allt hrundi.. og gefa lántaka séns með því ... til að borga lánið að fullu.

ThoR-E, 3.6.2009 kl. 18:46

3 identicon

"Ég tel það vera rangt að gefa fyrirtækjum 20% afslátt af sínum skuldum í dag. En að leiðrétta húsnæðislánin ... það á að fara í."

Ef að fyrirtæki landsins lifa ekki þá fær enginn vinnu eða laun og þá eru heimilin og fjölskyldur farin á hausinn líka.  Svo einfalt er það.

Stebbi (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 19:01

4 Smámynd: ThoR-E

Það er náttúrulega hárrétt.

En miðað við hvað heilög Jóhanna er að segja.. að allt fari hér á hvolf ef gripið er til þessa ráðs ... að þá finnst manni að húsnæðislán eigi að ganga fyrir.

Frekar en fyrirtæki sem kannski voru að taka lán fyrir hlutabréfum ofl ...

ThoR-E, 3.6.2009 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Jónsson

Höfundur

Sigurjón Jónsson
Sigurjón Jónsson

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband