Bull er þetta

Ég þekki nú ekki jafnréttislögin í þaula, en ef það á að túlka þau þannig að ekki megi skipa neina nefnd, stjórn eða hvað annað án þess að amk. 40% sé af hvoru kyni, þá eru þessi lög bara bull. Það væri nær að þessi regla gilti í heild yfir allar nefndir og stjórnir innan kerfisins. Þannig að samtals væri þessa hlutfalls gætt.
mbl.is Bankaráð Seðlabanka ólöglega skipað?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það hefur ekkert breyst í þessum efnum: stjórnmálaflokkarnir skipta með sér sætunum en reyndar var það spurning hvort flokkssystkin kæranda hafi verið afskipt.

Þetta er ósköp huggulegt og svo eitthvað "business as usual" að manni líður strax betur að sjá listann. Krati í forsæti undir krata-forsætisráðherra. Hvað vilja menn hafa það betra? Datt kannski einhverjum í hug að umskiptin í stjórn Seðlabankans hafi verið eitthvað annað en póltísk hreinsun?

Flosi Kristjánsson, 17.3.2009 kl. 09:29

2 Smámynd: Skúli Víkingsson

Norski stjórnmálamaðurinn sem er nú seðlabankastjóri er líka krati (Arbeiderpartiet).

Skúli Víkingsson, 17.3.2009 kl. 09:37

3 Smámynd: Einhver Ágúst

Hefur einhver ykkar velt því fyir sér að krati er stytting slanguryrðinu demókrati, samkvæmt mínum skilningi er það lýðræðissinni og hvernig getur það verið vont?

Og samkvæmt mínum skilningi á lýðræði að tryggja jafna þáttöku kynjanna í öllu þarsem konur eru nú einu sinni jafn margar og við og ekki gerum við nú mikið án þeirra kvennana í lífi okkar.

En já pólitík er svona og pólitísk hreinsun er eflaust rétt orð, en það er nú einu sinni þannig að Sjálfstæðisflokkurinn er nú búinn að fara ansi langt með að afsala þjóðinni sjálfstæðinu sem hann státar svo gjarnan af og hefur verið uppvís af að sanna svo um munar að þetta "stétt með stétt" kjaftæði er einmitt það kjaftæði.

Norðmenn eru einfaldlega eina þjóðin sem vill hjálpa okkur að svo stöddu það hefur sýnt sig, held þaðhefði þar engu skipt hvaða flokkar hefðu verið þar við völd. Norðmönnum þykir vænt um litla óþekka frænda sinn.

Einhver Ágúst, 17.3.2009 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Jónsson

Höfundur

Sigurjón Jónsson
Sigurjón Jónsson

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 448

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband