8.1.2009 | 13:49
Þver öfugt. Háir vextir eru orsök veikrar krónu
Það voru þessir háu vextir sem orsökuðu það að Jöklabréfin urðu til og einnig orsökuðu þeir það að Íslendingar tóku erlend lán en ekki íslensk. Það er ekki hægt að reka heimili eða fyrirtæki á 20% vöxtum. Einhver kjánalegasta setning sem ég hef heyrt kom frá Davíð Oddsyni þegar hann sagði að samkvæmt hagfræði kenningum myndu háir vextir slá á þenslu og verðbólgu. Og ekkert benti til að þessar kenningar ættu ekki að virka á Íslandi eins og í öðrum löndum. En málið er bara ekki svona einfalt Davíð minn. Ef maður býr í stóru hagkerfi t.d. USA og menn nota aðeins US$ þá virkar þessi kenning að nokkru leiti, en ekki á Íslandi. Því við búum við marga gjaldmiðla, vísitölu og svo krónu sem er í raun eins og matarmiði í skólamötuneyti. Það hefur engin áhrif á hagkerfið að hækka vexti á matarmiðanum.
Íslenska krónan er búin að vera í frjálsu falli í 50 ár, og það er ekkert sem bendir til þess að hún muni nokkurn tíma hætta að falla.
Ég kalla eftir raunverulegum rökum fyrir því að hún hætti að falla.
Veik staða krónu meginástæða hárra stýrivaxta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurjón Jónsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta eru einkennileg rök fyrir háum stýrivöxtum,
Ég man ekki betur en að stýrivextir hafi verið 12 eða 13% síðasta haust þegar gengisvísitalan stóð í 115 c.a.,
Það eina sem getur bjargað þessari þjóðarskútu er að skófla öllu þessu liði út úr áhrifastöðum í stjórnkerfinu, það á bæði við um SB og Ríkisstjórnina ásamt öðrum stofnunum......
Þórarinn (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 14:40
Sammála. Peningastefna SI hefur beðið algjört skipbrot, það viðukennir Arnór aðalhagfræðingur bankans. Það þarf að hreinsa til á ansi mörgum stöðum, en ágætt að byrja á ríkisóstjórninni, SI, FME og bönkunum. Þar eru óhæfir og gjörspilltir einstaklingar við völd upp til hópa.
Guðmundur Pétursson, 8.1.2009 kl. 14:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.