5.12.2008 | 09:14
Tjörvi úti á túni
Þeir eru skrítnir þessir hagfræðingar. Gerir maðurinn sér ekki grein fyrir því að orsakir kreppunar á Íslandi eru
1. háir vextir sem sköpuðu óraunhæft gengi krónunar og þar með innflæði á erlendum gjaldeyri og erlendar lántökur. (Hver getur rekið fyrirtæki á 20% vöxtum)
2. Græðgi sveitarfélaga þ.e. 10 földun gatnagerðargjalda. Það kostar ca 10.000 kr pr fm í húsi að gera götur en sveitarfélögin rukkuðu 100.000.
3. Eftirlitslaust bankakerfi. (Þarna hefði Tjörvi átt að vera)
4. Engar upplýsingar frá Seðlabanka eða öðrum um hver þörfin fyrir húsnæði var og hvernig markaðshorfur yrðu í framtíðinni. (Davíð sagði 2 árum of seint að húsnæðisverð mundi lækka)
Hagstjórn illa samhæfð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurjón Jónsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og ekki má nú sleppa að segja frá almenningi, sem lét glepjast, tók erlend lán og keypti sér alltof stórt húsnæði, og nýjan bíl með, af því að lánið var svo hagstætt. En í raun hefði í flestum tilfellum mátt sleppa þessu allveg, þetta var bara sýndarmennska, sýna ríkidæmið, sem var EKKERT, heldur bara lán. Það var engin innistæða fyrir öllum flottheitunum.
Þessi sýndarmennska þjóðarinnar, hvort er sveitarfélög ríki eða almenningur hefur svo komið öllum í stór vanda, og þá eru hinir hagsýnu bálvondir, og ausa flottræflana skömmum!
Sjókall (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 10:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.