Við höfum hreðjatak á þeim

Ef þessi frétt er rétt þá höfum við hreðjatak á bretum og fylgisveinum þeirra. Þeir eyðilögðu bankana okkar og nú getum við eyðilagt bankana þeirra. Eina sem við þurfum að gera er að þrauka og láta málið fara fyrir dóm og jafnframt reka harðan áróður, þar sem fólki í Evrópusambandinu er gerð grein fyrir takmarkaðri ábyrgð allra banka í Evrópu. Mér segir svo hugur að bretar muni koma skríðandi á 4 fótum og biðja um miskun.
mbl.is Samningar um Icesave eina leiðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þetta er rétt Sigurjón, enda hrynja nú bankar um alla Evrópu.

Hins vegar eigum við ekki bara að þrauka aðgerðalaus, heldur taka strax Dollarann í notkun. Við getum síðar ef okkur sýnist svo, tekið upp hvaða mynt sem hentar. Ekkert er auðveldara en að taka erlenda mynt í notkun.

Loftur Altice Þorsteinsson, 13.11.2008 kl. 09:31

2 Smámynd: Einar Þór Strand

Við höfum á þeim meira en hreðjatak við förum reiknisleið Jóns Forseta og hótum jafnframt að kynna hana öllum nýlendum Evrópuríkja fyrr og síðar.

Einar Þór Strand, 13.11.2008 kl. 09:36

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta gengur varla upp á þennan hátt vegna þess að stærð Icesafe og íslenska bankakerfisins var svo margfalt meiri en hjá öðrum þjóðum að þær geta tryggt innistæður einstakra sjóða og banka sinna á miklu léttbærari hátt en við.

Við verðum að horfast í augu við það að í augum erlendra þjóða bæði austan hafs og vestan erum við fjárhagslegar fyllibyttur og óreiðufólk, sem vill ekki viðurkenna það heldur erum með gorgeir og afneitun. Eftir fréttaflutning af þessu í Bandaríkjunum sem ég fylgdist með þegar ég var þar, er ljóst að sama mynd var dregin upp af okkur þar og að við fáum lítið við því gert.

Þá eru Rússarnir og Kínverjarnir einir eftir og alls óvíst hvort þeir sjái okkur í skárra ljósi en aðrar þjóðir.

Ómar Ragnarsson, 13.11.2008 kl. 09:38

4 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Það er okkar að breyta því hvernig aðrar þjóðir sjá okkur. Við verðum að gera þeim grein fyrir að regluverk ESB er gallað og okkur beri því ekki að bæta meira en samningar kveða á um þ.e. eiga tyrggingasjóð sem við eigum. Okkar bankar voru kanski stórir miðað við þjóðarbúið en það skiptir bara ekki máli. Þeir þjónuðu fólki í öðrum löndum svo það ber líka ábyrgð. Þeir sem voru búnir að taka peninga út af Icesave reikningum fengu góða ávöxtun, hver er þeirra ábyrgð?

Sigurjón Jónsson, 13.11.2008 kl. 10:18

5 identicon

Ekki gefast upp. Ekki gefa Tjallanum eða Hollendingum neitt eftir. Við eigum auðlindir til að lifa af. Fullur sjór af fiski, fugl og selur í fjörðum og hvalir í sæ. Og við ræktum okkar grænmeti sjálf, með hjálp jarðhita og raforku fallvatnanna. Látum ekki kúga okkur, eins og reyna á nú, og Bretar eru vanir að gera og hafa gert nýlendum sínum um aldir. Íslandi allt.

Hilmar Pálsson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 10:30

6 identicon

Evrópa gekk í gegnum styrjaldir á síðustu öld sem örkumluðu og lögðu milljónir.  Þessar þjóðir hafa átt í viðskiptum og samstarfi síðan, þó svo að þær hafi gert svo á hlut nágrana sinna að það sem við höfum gert er hljóm eitt.  Ekki gera of mikið úr afleiðingum þess að svíkja fjárskuldbindingar okkar, nema að peningar skipti Evrópubúa sannarlega, meira máli en mannslíf.  Sjá lista yfir nokkrar Evrópu þjóðir sem mönnum hefur þótt boðlegt að eiga viðskipti við.

Þýskaland - Nasistar, seinni heimstyrjöldin, gyðingaútrýming o.s.frv. sprengjárásir á breskar borgir.

Bretland - Nýlendukúgun, Norður Írland, pyntingabúðir í Kenía um miðja þessa öld, hver man ekki eftir Dresden eldsprengjum.

Belgar - Afríkuævintýri þeirra engu líkt, mafían ítalska fer þangað á endurhæfinganámskeið í svikum og prettum, blitzkrig einhver.  

Svisslendingar - Gjaldkerar glæpamanna, gyðingagullið, nasistagullið o.s.frv.

Þessar þjóðir voru komnar í samvinnu hver við aðra skömmu eftir að hafa framkvæmt óafsakanlega á hluti gagnvart hver annarri, afhverju gætum við ekki reiknað með framtíðarfyrirgefningu ef við tökum til heima hjá okkur eins og Þjóðverjar t.d. gerðu (tiltektin var bara so so).

Bjorn (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Jónsson

Höfundur

Sigurjón Jónsson
Sigurjón Jónsson

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 428

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband