23.9.2015 | 20:59
Bruðl og sýndarmennska
Hvernig dettur gæslunni í hug að eyða peningum í það að fara um borð í bát úti á sjó og meira að segja úr þyrlu. Þegar hægt er að ná nákvæmlega sama árangir einfaldlega með því að senda einn mann niður á bryggju þegar báturinn kemur í land.
Þetta er bara leikaraskapur og Landhelgisgæslan setur verulega niður með svona bjánaskap.
Manni dettur í hug að framlög til gæslunnar séu allt of há ef hún þarf að leita svona leiða til að klára fjárveitingarnar fyrir áramótin.
Stoppuðu hvalveiðibát með farþega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurjón Jónsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef Gæsluna grunar að of margir eru um borð í skipi og björgunarbúnaður jafnvel ekki til staðar fyrir alla, á hún þá bara að bíða eftir að skipið komi að landi? Hversu lengi? Hvað ef eitthvað gerist með skipið áður en það nær landi? Ég er nú hræddur um að einhverjir væru þá tilbúnir gagnrýna Gæsluna.
Ætli það væri ekki nær að auka við rekstrarfé Gæslunnar svo hún geti betur sinnt löggæslu og björgunarstörfum hér við land.
Guðmundur (IP-tala skráð) 24.9.2015 kl. 15:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.