5.3.2013 | 10:28
Skrum og skrök
Verst að þessi grein kemur ekki öll fram á mbl.is en ég las hana í morgun í blaðinu.
Kjarni greinarinnar er sá að lántakendur eigi að standa við skuldbindingar sínar, en Jón blessaður gerir ekki kröfu til þess að lánveitendur standi við sínar skuldbindingar. Hann gerir sér ekki grein fyrir því að ef lánveitandinn sem var "gömlu bankarnir" hækkar snögglega höfuðstól lána með því að fella krónuna með ásetningi, þá er þessi sami lánveitandi ekki að standa við sinn hluta samningsins.
Maður sem hefur verið dómari við Hæstarétt ætti að gera sér grein fyrir því að þegar tveir semja þá verða báðir að standa við sinn hluta samningsins.
Maður sem tekur lán í verðtryggðum krónum þarf ekki að borga verðtrygginguna ef lánveitandinn hefur áhrif á hana sér til hagsbóta.
Ef að lögin segja að þetta eigi að vera svona þá er það skylda Hæstaréttar að sjá til þess að lögunum sé breytt.
Það er ekki nóg að horfa bara á laganna bókstaf það þarf líka réttlæti.
Annars slítum við í sundur friðinn.
Jón Steinar: Lýðskrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurjón Jónsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/verdtrygging-eilifdarvelin-sem-brast
Almenningur (IP-tala skráð) 5.3.2013 kl. 11:12
Indexation considered harmful - bofs.blog.is
Lánveitendur eiga að virða landslög og ekki versla með hættulegar afurðir við neytendur.
Verðtrygging er í því samhengi eins og sterasprautað salmonellumengað hrossakjöt, sem er selt sem nautahakk.
Þetta er mjög einfalt, það þarf að inkalla þessar skaðlegu vörur af markaði. Það er gert í mörgum sambærilegum tilvikum.
Guðmundur Ásgeirsson, 5.3.2013 kl. 13:23
Sjá einnig hér:
http://thorsteinnhelgi.blog.is/blog/thorsteinnhelgi/entry/1104021/
og hér
http://thorsteinnhelgi.blog.is/blog/thorsteinnhelgi/entry/1286230/
Þorsteinn Helgi Steinarsson, 5.3.2013 kl. 14:19
Hæstiréttur breytir ekki lögum, ef svo væri þá væri engin þörf á Alþingi.
Alþingi á að breyta lögum sem eru að rústa heimilunum, það siðferðisleg og lagaleg skylda Alþingis.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 5.3.2013 kl. 14:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.