29.11.2011 | 14:10
Kjánar
Ríkisstjórni segir í þessari samþykkt að erlend fjárfesting hafi verið lítil undanfarin ár hér. Hvað með Fjarðarál? Það þætti ansi stór erlend fjárfesting í USA ef Kínverjar kæmu þar og fjárfestu fyrir hlutfallslega sömu upphæð þar og vildu svo fá orku á spottprís til að fjárfestingin stæði undir sér.
Ef eitthvað er þá er erlend fjárfesting of mikil hér.
Í öðru lagi þá er það algjörlega rangt að fjárfesting sé lykilatriði fyrir efnahagsþróun hér á landi. Það er lykilatriði fyrir íslendinga að skapa sem mest verðmæti með sem minnstri fjárfestingu.
Að taka erlend lán til að fjárfesta og að fá erlenda fjárfesta til að koma með sitt fé inn í landið, er sami hluturinn. Afraksturinn fer beint út úr landinu aftur. Annað hvort í formi vaxta, eða arðgreiðslna og hækkana í hafi.
Erlendar fjárfestingar mikilvægar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurjón Jónsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já segðu ég er algjörlega sammála þér. Það er allt gert til að erlendir aðilar geti komið hér og fjárfest, á sama tíma og allt er gert Íslendingum sjálfum fjandsamlegt til þess að þeir sjálfir geti átt Land sitt og Auðlindir sjálfir...
Það er Ríkisstjórninni finnist fjandsamlegt að Íslendingar eigi sig sjálfir svei mér þá...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 29.11.2011 kl. 16:07
Það er eins og Ríkisstjórninni... sorry smá fljótfærni...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 29.11.2011 kl. 16:08
Alveg rétt. Nú trúir sama fólkið og dásamaði "útrásina" að "innrás" muni bjarga málunum. Þvílíkir endemis kjánar!
Starbuck, 29.11.2011 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.