4.11.2011 | 10:16
Eitt í dag og annað á morgun
Það er alveg ótrúlegt að skoða rökin fyrir vaxtaákvörðunum Seðlabankanns.
Fyrir hrun þurfti að halda uppi háum vöxtum til að sporna á móti verðbólgu. Mikið af þeirri verðbólgu var til komin vegna hækkana á vörum erlendis eins og olíu, stáls , hveiti og annara hrávara.
Hvernig datt Seðlabankamönnum í hug að vaxtaákvarðanir þeirra hefðu áhrif á olíuverð úti í heimi.
Eftir hrun fór verðbólgan niður fyrir 0% en þá var hætt að horfa á þetta, en farið að horfa á verðbólgu síðustu 12 mánaða, hún var vissulega há og þess vegna varð að halda vöxtum háum.
Nú svo þegar verðbólgan var búin að vera við 0ið í meira en ár þá var ekki hægt að notast við verðbólgu aftur í tímann lendur heldur farið að hugsa um væntanlega verðbólgu fram í tímann.
Það skiptir semsagt engu máli hvort að verðbólgan er mikil eða lítil, Seðlabankinn finnur alltaf einhver rök fyrir því að halda uppi okurvöxtum á Íslandi.
Og þess vegna fyrst og fremst er verðbólgan svona há.
Seðlabankinn er aðal verðbólguvaldurinn.
Hvernig datt ykkur þetta í hug? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurjón Jónsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skv blauðum heiladauðum sauðum seðlabanka átti almenningur bara að herða sultarólina og/eða fara.
Nei... nú er nóg komið. Hreinsa þarf út skítinn úr Seðló og restina af skítbuxnaundirmigupakkinu af Siðblindrahælinu (áður Alþingi) og senda í sútun, steininn og/eða (eins og í tilfelli Jóhönnu) beint á elli-geðdeild.
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 10:45
Þetta er hagfræði andsskotans! Þessi vaxtahækkun fer beint út í verðlagið, nærir verbólgudrauginn og skuldahala heimilanna. Þetta veit allur almúginn, en gerir ekkert í málinu. Meðan almenningur sýnir sig ekki í FJÖLDAMÓTMÆLUM, þá verður þetta svona áfram þangað til þetta 1% á allt. Hvað Jógu varðar þá er nú á leið til Brussel til innvígslu. Frekari upplýsingar hjá VG.
Ísmaðurinn (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 10:56
Ég er alveg sammála þér Sigurjón, það virðist vera alveg sama hvort verðbólga er há eða lág alltaf eru vextirnir hækkaðir til að halda við stöðuleiga, að sögn þeirra í Seðlabankanum. Það er he..... hart ef Seðlabankinn er farinn að keppa um niðurskurð á launum verkafólks. Er það hugsanlegt að það sé ekki allt í lagi með höfuðið á þessum mönnum? Ég segi enn og aftur launafólk í landinu á nú að taka sig saman og krefjast þess af ASÍ þu..h....num að verðtryggingin verði aftengd hið snarasta. Samkvæmt þessu er ekki nokkurt vit í að fara fram á beinar launahækkanir, heldur þurfum við að fara fram á afnám verðtryggingar strax og skilyrðislausar skattalækkanir, það eru bestu launahækkarnirnar.
Einnig þurfum við að reyna að kæra þau mannréttindabrot sem þessi ríkisstjórn viðhefur,s.s. bankaleynd fyrir suma en aðra ekki.
Jóhanna á leið til Brussel, trúleg til að sannfæra þá um að Ísland gangi þar inn án athvæðagreiðslu, Ég hjó nefnilega eftir því í ræðu Guðfríðar Lilju VG á þingi um daginn þegar hún var að flytja framsögu að vera gæti að ekki yrið kosið um aðild að ESB,( hún sagði að ef það yrið kosið) en tók fram að hún væri hlynnt því að fólkið í landinu fengi að kjósa um hvort að halda ætti áfram með umsóknina. Ég get ómögulega skilið hvers vegna þingið stöðvar ekki þessa vitleysu, engu er líkara en bróðurpartur þings vilji fara þarna inn og skrökvar svo að fólkinu í landinu.
Sandy, 4.11.2011 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.