Hvert fóru Peningarnir

Það væri áhugavert að skoða hvert allir peningarnir sem íslensku bankarnir tóku að láni fóru.

Í fljótu bragði sýnist manni að megnið af þeim hafi farið til fjárfestinga í Bretlandi, annað hvort til Íslendinga sem fjárfestu í Bretlandi eða til breskra viskiptajöfra.

Sem sagt peningarnir eru í Bretlandi en ekki á Íslandi.

Af hverju eigum við þá að borga?


Að sjá ekki skóginn fyrir trjám

Það er greinilegt að Jóhanna hefur fengið ráð hjá Seðlabankanum og IMF. Þeir eru fyrst og fremst að hugsa um að gæta hagsmuna fjármagns eigenda , enda er það yfirlýst hlutverk IMF. Stærsti vandi heimila og fyrirtækja er erlendu lánin, en ekki vísitölubundnu lánin.

En það er nú einnig þannig að þetta er líka vandi nýju bankanna. Því ef bankarnir kaupa gengis tryggðu lánin af gömlu bönkunum miðað við núverandi gengi og geta svo ekki innheimt lánin þá fara bankarnir á hausinn og ríkissjóður með. Vextir af þessum lánum eru líka miklu lægri en vextir af innlendri fjármögnun bankanna, svo þeir munu ekki geta staðið undir þeim mun.

Þessi lán eru líklega ólögleg eins og bent hefur verið á og ef svo fer að bankarnir tapi málaferlum sem eru í uppsiglingu vegna þessara lána þá fara þeir beint á hausinn aftur.

Þess vegna er það rökvilla hjá Jóhönnu að bankarnir fari á hausinn ef þessi lán verða lækkuð, því málið er þver öfugt, bankarnir fara á hausinn ef þeir lækka ekki þessi lán áður en gert verður upp á milli nýju og gömlu bankanna.


mbl.is Niðurfelling þýðir kollsteypu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið rétta andlit IMF er að koma í ljós

Eins og þeir vita sem vilja , þá er það hlutverk IMF að gæta hagsmuna fjármagnseigenda. Nú ætla þeir að pína okkur til að borga okurvexti árum saman. Þessir vextir munu ekki minnka verðbólgu heldur auka hana. Seðlabankinn er búinn að reyna að minnka verðbólgu með háum vöxtum árum saman en áhrifin hafa verið þver öfug. Tilgangur IMF er fyrst og fremmst að dæla íslenskum peningum til erlendra fjármagnseigenda, eins og kemur skýrt fram í máli talsmanns IMF.

Til hamingju bankamenn, seðlabankastjórar og ESbésar ykkur tókst það. Landið orðið nýlenda IMF og ESbanka


mbl.is Þaulsetin gjaldeyrishöft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurskoða þarf erlendu lánin

Útgerðin ætti að skoða sín erlendu lán og athuga hvort þau eru í raun erlend.

Mig grunar að mikið af þessum lánum séu einfaldlega innlend lán þ.e. bankarnir þurftu aldrei að kaupa sér gjaldeyri til að lána þessa peninga. Útgerðarmenn skrifuðu undir erlent lán en fengu íslenskar krónur. Svo réðust bankarnir á krónuna og felldu hana með þeim afleiðingum að lánin margfölduðust. Á þessum forsendum getur útgerðin og reyndar allir landsmenn neitað að greiða uppreiknuð erlend lán sem aldrei voru erlend. Við neitum að borga hækkun, sem bankarnir bjuggu til sjálfir til að græða á okkur. 


mbl.is Ávísun á fjöldagjaldþrot í sjávarútvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin verðbólga mikil vaxtaþörf

Við verðum að borga þessa vexti, til þess að viðskiptabankarnir okkar geti borgað Seðlabankanum háa vexti svo Seðlabankinn geti borgað af skuldabréfinu sem hann gaf út til ríkisins, þegar Davíð var búinn að setja bankann á hausinn , og svo þarf ríkið að nota peningana til að borga vextina af ríkisskuldabréfunum sem eigendur Jöklabréfann keyptu. Sem sagt okurvöxtunum sem við borgum er dælt beint til útlanda.
mbl.is „Ótrúlega lítil lækkun"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hvaða verðbólga

Ég held að blaðamenn og greiningadeildir ættu að fara á námskeið í reikningi. Ef hækkun neysluverðs er 0,3% í mars þá er hækkunin næstu 12 mánuði 3,66% : þessi 16,2% sem talað er um í fréttinni er líklega hækkun síðustu 12 mánaða. En það er bara ekki það sem skiptir máli. Ef nota á þessa verðbólgureikninga til að ákvarða vexti þá á að miða við 3,66% verðbólgu. Ef menn vilja miða við þessi 16,2% þá erum við að tala um síðustu 12 mánuði og þá kemur í ljós að bankarnir eru búnir að ofreikna vextina á því tímabili svo að þeir ættu að borga okkur til baka.
mbl.is Spá minnkandi verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bull er þetta

Ég þekki nú ekki jafnréttislögin í þaula, en ef það á að túlka þau þannig að ekki megi skipa neina nefnd, stjórn eða hvað annað án þess að amk. 40% sé af hvoru kyni, þá eru þessi lög bara bull. Það væri nær að þessi regla gilti í heild yfir allar nefndir og stjórnir innan kerfisins. Þannig að samtals væri þessa hlutfalls gætt.
mbl.is Bankaráð Seðlabanka ólöglega skipað?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

burt með vandamálið

Það er undarleg röksemd fyrir háum vöxtum á skuldir heimila og fyrirtækja að það verði að borga aðilum, innlendum eða erlendum, svimandi vexti svo þeir fari ekki með fé sitt úr landi.

Við vitum að krónan er of lágt skráð miðað við vöruskiptajöfnuð landsins, svo að til lengri tíma litið ætti hún að hækka, sem sagt við ættum að geta boðið lægri vexti en önnur lönd en verið samt samkeppnisfær um fjármagn.

Einfaldasta lausnin, og sú rétta, er að lækka stýrivexti hér strax niður í 4% og halda gjaldeyrishömlunum í smá tíma t.d. 3 vikur á meðan eigendur þessara bréfa eru að átta sig á því að þau eru ekki mikils virði. Síðan má aflétta gjaldeyrirhömlum og þá fellur krónan eins og steinn á meðan bréfin fara úr landi. Ef við gefum okkur að þessi bréf séu 500 miljarðar og krónan fellur um 50% í viðbót við það sem orðið er og bréfunum er skipt í gjaldeyri á því gengi þá er vandamálið ekki nema 250 miljarðar miðað við núverandi gengi og verður ekki nema 200 miljarðar þegar krónan hefur náð jafnvægi. Semsagt þetta er ekki eins stórt mál og menn skyldu halda. 

Það er miklu stærra vandamál að halda þjóðinni fastri í vaxtaokri. 


mbl.is Vill semja um krónubréfin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttmætar væntingar

Ég hafði réttmætar væntingar um að ég mundi ekki tapa á þeim hlutabréfum sem bankarnir seldu mér , en ég tapaði nú samt. Er þá ekki rétt að ríkið lækki skattana mína, vegna þess að ég borgaði fyrir bréfin en tók ekki lán. Röksemdafærslan fyrir því að kaupendur hlutabréfa þurfi ekki að borga fyrir þau vegna þess að þeir reiknuðu ekki með því að þeir þyrftu að borga, er út í hött. Sérstaklega þegar haft er í huga að þetta voru mennirnir sem vissu mest um verðmæti þessara bréfa.
mbl.is Stjórn Kaupþings: Engin ákvörðun um ábyrgðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lög hér og lög þar

Þetta vekur upp tvær spurningar.

1. Við tókum upp lög og reglur ESB um fjármálastarfsemi við inngönguna í EES en samt virðist margt vera löglegt hér sem ekki er löglegt í ESB. Samkvæmt EES samningnum megum við setja strangari lög og reglur en ekki  lög sem gefa meira svigrúm.

Sem sagt lögjafarvaldið hefur ekki staðið sig, eða unnið vísvitandi fyrir sína einkavini. 

2. Skv ísl. hlutafjárlögum má fjármálafyrirtæki lána hluthöfum sínum en almennt hlutafélag ekki. Þetta getur ekki staðist jafnræðiseglu, og skora ég á alla sem standa í rekstri að láta reyna á þetta fyrir dómstólum. 

Að setja svona undanþágu í lög á þeim forsendum að hægt sé að treysta fjármálafyrirtæki betur en öðru fyrirtæki er út í hött, eins og reynslan sýnir. Auk þess starfa fjármálafyrirtæki með innlánsábyrgð frá ríkinu og því ætti frekar að setja þeim meiri hömlur en öðrum fyrirtækjum.


mbl.is Lánin mögulega lögbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurjón Jónsson

Höfundur

Sigurjón Jónsson
Sigurjón Jónsson

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 515

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband